Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
28.4.2007 | 16:46
Eru feministar kannski konum verstar?
Konur eru konum verstar? eru þá kallar köllum ekki líka verstir? Eða eru karlar konum verstir líka og konan alltaf fórnalamb? Eða eru konur körlum verstar?
Konur geta verið grimmar, þær hafa þetta móðureðli til að vernda sig og sýna jafnvel sitt svæði og þær nota öll brögð til að ná sýnu fram. Þær dæma oft allt of hart það sem þær skilja ekki. Eins og þegar feminista hreyfingar voru að byrja þá urðu húsmæður fyrir miklum fordómum. Konur sem kusu að vera heima og vera með börnunum af því þær gátu það. Og í dag þá verð hórur, dansarar og klámmyndaleikkonur fyrir barðinu á feministum og síðan stimplaðar sem fórnalömb rétt eins og húsmæður voru fórnalömb fordóma á sínum tíma. En hvað eru feminstar að verja, af hverju mega konur sem kjósa að vinna í kynlífstengdum iðnaði ekki fá að stunda sína vinnu löglega? Eru baráttan gerð til að vernda konurnar sem eru í þessu buissness eða er undirrótin annarstaðar, eru þær kanski að vernda sig og sína?
Ég var lengi að sætta mig við orðið feministi, fyrir mér var feministi rauðsokka sem mótmælti, feministi var mannsekja sem er á móti klámi. Feminista var kelling sem skildi ekki raunveruleikann. Feministar voru frekjur sem kvörtuðu yfir öllum sem voru ekki sammála þeim. feministar voru the real sexist. Og feministar voru ástæðan fyrir að jafnrétti yrði aldrei náð... Því hver er ekki komin með hundleið á þeim?
En feministi er fallegt orð, fyri mér þýðir það akkarat andstæðan við fyrisögnin hér fyrir ofan, það merkir meira eins og: konur sem eru konum bestar! Konur sem styðja konur, jafnvel þó þær vinni í kynlífstengdum iðnaði. Vinkona mín benti mér fyrir nokkrum árum á stórmerkilega konu, Annie Sprinkle. Hún hafði leikið í klámmyndum dansað og verið hóra, en hún var feministi. Þá fór þetta að meika sense fyrir mér, ég leitaði upplýsinga og fann frjálslynda feminsta: pro-sex, pro-porn og sex liberal feminista hreyfingar. Ég hef alltaf vitað af launamisrétti og alltaf verið manneskja til að berjast fyrir jafnréttindi. Lagalega séð erum við kynin með jöfn réttindi, raunverulega baráttan er hugarfarsbreyting. Ég er Feministi!
Ein af hugmyndunum sem varð til þess að við stofnuðum þetta félag er vegna þess að við syrgðum skilgreiningu orðsins feministar, það að vera feministi þýðir ekki að vera á móti kynlífi. Við erum líka þreyttar á að hugtak sem er jafn víðtækt og klám sé einhver skömm. Það felst eniginn skömm í að vera kynvera, hvort sem það er innan veggja heimilanna eða fyrir framan alþjóð. Og okkar von er að einhverntíman verði ekki svona mikil skömm yfir klámi. Við viljum opnari umræðu um kynlíf og klám það þýðir ekki að opna umræðu á annað og loka henni á hitt, þetta helst hönd í hönd.
Við syrgjum líka að klámið okkar sé flokkað með glæpum, viðbjóðslegum mannréttindabrotum, eins og mannsali þrælkun og barnaklámi.
Klám í mínum augum er kynferðislega opinskátt efni, kynferðislega örvandi efni. Eitthvað sem flesti eiga inn í skáp, eða á tölvunni en enginn vill viðurkenna því þetta er nú ólöglegt.
-Sigrún-
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.4.2007 | 11:56
Í dag
Það er að ánægjulegt að sjá hve margir eru að kíkja á þessa síðu í dag.
En ég held að ég gefi orðið frjálst í dag, þannig ef einhver er með spurningar varðandi Pro-Sex, vill lýsa sinni skoðun eða bjóða fram sína aðstoð, þá endilega gerið það hér. Við getum haft áhyggjur af þögninni sem umlykur kynlífsbransa umræðuna seinna og geymt þær umræður til betri tíma
Ég skal reyna að svara öllum spurningum og veita þær upplýsingar sem ég get.
En endilega tölum saman.
Fyrir hönd Pro-Sex
Alma
Tilkynningar | Breytt s.d. kl. 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.4.2007 | 16:50
Klám
Ég vil nú byrja á því að segja að ég er eiginlega hrifnari af orði sem ég sá hjá Bloggvinkonu minni og nýustu hetju, Jónu Ingibjörgu. Það er orðið Kynferðislega opinskátt efni. En mér á nú samt alltaf eftir að þykja vænt um klámið mitt og fyrir þessa grein og samhengi þess á orðið klám betur við.
Fyrir rosalega mörgum er orðið klám frekar neikvætt og í hugum sumra er það tengt bara mannvonsku í sinni verstu mynd. Ég er ekkert að fara að reyna að fegra heim kláms. Klámbransinn er ekkert heimur sem svífur um á bleiku skýi. En það er heldur ekki eini bransi í heimi sem nýri sér eymd fólks, hvenær hugsuðu þið síðast um hvað allir fallegu hlutirnir ykkar, fínu fötin og tölvu partarnir voru framleiddir? Ættum við að banna þessa muni eða berjast gegn þeim sem sækja í það að framleiða þá með það fyrir sjónum að reyna að græða sem mest á eymd annarra?
En það á líka jafnt við um framleiðendur kláms og almenna framleiðendur að í auknum mæli hefur orðin mikil hugarfarsbreyting í þessum málum, það eru fáir sem vilja hafa þann stimpil á sér að nýta eymd annarra. Reyndar með klámið eru það bara raunverulegir glæpamenn sem framleiða klám sem notast er við kynlífsþræla, á meðan stóru fyrirtækin er alveg sama um velferð sinna starfsmanna. Og auðvitað eigum við að berjast gegn glæpum af mikilli hörku, en eigum við að láta það bitna á framleiðendum sem gera sitt besta til að stuðla að öllu því góða sem þeir geta fært sínum starfsmönnum? Láta það bitna á fólki sem er að reyna að breyta til hins betra? Ég er ekki á því...
Auðvitað er ég á því að við sem samfélag eigum að taka höndum saman og berjast gegn slíkri mistokun á fólki, auðvitað er ég á móti kynlífsþrælkun, barnaþrælkun, mannsali og misnotkun á börnum. Ég trúi því bara ekki að réttasta leiðin sé að flokka alla framleiðendur undir sama hatt, sé ekki hvernig við erum að taka það úr höndum glæpamannana ef við flokkum alla, heiðarlega og óheiðarlega eins. Frekar vil ég gefa heiðarlega fólkinu sjéns á að stunda sína vinnu og þannig taka það úr höndum krimmana.
En svo er það hitt...
Mér finnst það afskaplega "sexist notion" að halda því fram að "klám er framleitt af körlum, fyrir karla". Þettað er svo röng alhæfing að ég verð bara að tjá mig aðeins um það.
Ég upplifi það oft að fólk (aðallega konur) sem heldur þessu fram er búið að einsetja sér það að klám sé ljótt og vont fyrirbæri, helst eitthvað sem heimurinn á að vera án. Eða að þettað sé eitt form af því hvernig nútíma karlmaðurinn niðurlægir kvennmenn. Það sýnir mér frammá þeirra vanþekkingu á klámi eða það á bara að einblína á eitthvað sem þeim finnst vera vont.
Ég ætla ekki að þræta fyrir það að meirihluti klámefnis sé framleiddur fyrir karlmenn, en þeir eru líka meirihluti neytenda. En fólk virist ekki gera sér grein fyrir að uppúr 1970, þegar það var mikil bylting í klámi, stigu fram djarfar konur og komu með mótsvar kvenna í klámi, Feminist Porn eða kvenna klám. Það eru meira að segja til "Feminist Porn Award", og voru þau verðlaun afhent fyrst í Toronto á síðasta ári.
Reyndar er mikið af konum sem eru að framleiða og leikstýra klámi. Og konur eru mjög ráðandi í heimi klámsins.
Við sem samfélag höfum vald til að velja og hafna. Og við fjöldann allan af fólki sem ég hef talað um klám við, virðast lang flestir skilja tilvistarrétt þess og finnst ekkert athugavert við klám. En því miður er sú umræða sem hefur verið í samfélaginu miðast við að klám sé "taboo" og held ég að það sé skýringin fyrir því að enginn hefur þorað að kommenta á þessa síðu. Það þarf að opna umræðuna um klám og kynlíf miklu meira. Það er ekkert til að skammast sín fyrir, hvorki það að hafa gaman af kynlífi eða það að horfa á kynferðislega opinskátt efni.
Ég hef velt því fyrir mér hvort ég sé besta manneskjan til að vera að opna þessa umræðu. Ég hef engan titil eða menntun og er ekki einusinni viss um að fólk muni taka mig alvarlega. En ég hef reynslu undir beltinu og sýn inní heim sem fáir hafa. Vinna mín sem strippari gefur mér eitthvað sem fáir hafa og engin þorir að tjá sig um.
Ég vona að fólk sjái sér fært að bera virðingu fyrir mér, mínum skoðunum og þeirri staðreynd að ég kem fram undir nafni til að segja mína sögu. Þó að ég sé ekkert að ætlast til þess að fólk sé sammála mér, þá vil ég bara gefa þeim sem eru það tækifæri til að sjá að þið eruð ekki ein í heiminum.
Takk fyrir mig.
Alma
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.4.2007 | 20:04
Og meira um misskilning...
Við ætlum að leyfa okkur að reikna með að flestir beri góðan lesskilning á ensku og þessvegna er greinin ekki þýdd. Efnið er tekið beint af http://sexposfemme.blogspot.com/
En til gamans þá gengur Pro-Sex feminismi undir fleiri nöfnum en bara Pro-Sex.
Sex-positive feminism, sometimes known as pro-sex feminism, sex-radical feminism, or sexually liberal feminism. Tekið af Wikipedia.
En svo engin þurfi að fara í orðabók og fletta upp orðinu misogyn þá læt ég þá útskýringu fylgja með...
mi·sog·y·ny [mi-soj-uh-nee, mahy-] noun
hatred, dislike, or mistrust of women.
Gerið svo vel
5 Myths About Sex-Positive Feminists
1. Sex positive feminists encourage girls to be sluts
I never felt pressured to have sex. I started being a sex-positive feminist when I was still a virgin, meaning I hadn't had vaginal intercourse yet. I clarify what I mean by virgin because the concept of vaginal sex as the main sex and only way to lose "purity" is both patriarchal and heterosexist. In mainstream society a slut is a woman who has intercourse with many men. In sex-positive feminism, a vast range of activities, even just reading an erotic novel, are considered having sex. And most of the leading theorists of sex-positive feminism are bisexual, so they could have female partners most or even all of the time. Betty Dodson is the matriarch of the sex-positive feminist movement and her primary focus is on liberating women and to a lesser extent men from the stigma attached to masturbation. While sex-positive feminists do defend the wide range of sexual choices availible to women, including having multiple intercourse partners, the key word is choice. The focus is on getting women to understand what they want out of their own sex lives and for their own bodies, regardless of how little or how much they decide they do want.
2. Sex positive feminists encourage girls to be dykes
Again most of the leading theorists of sex-positive feminism, including Camille Paglia and Susie Bright, are bisexual. In sex-positive feminism there is nothing necessarily inherently liberating about avoiding male contact or lesbianism, as in lesbian separatism. And unlike in militant feminism, to sex-positive feminists men don't necessarily embody a problem and aren't typified as the oppressor. At the same time, there are lesbian sex-positive feminists, and On Our Backs is a sex-positive lesbian publication.
3. Sex positive feminists are just catering to men's desires
The reason people assume that sex-positive feminists are merely catering to men's desires is because of the sexist notion that only men enjoy sex in the first place. But sex-positive feminism shatters that archaic notion, as it about women's sexual pleasure. Betty Dodson's masturbation techniques focus on clitoral orgasms, and she contends that the clit is women's primary sexual organ rather than the vagina. Susie Bright produces pornography and erotic for women by women, where the women in the productions focus on their pleasure, and the results will cater to women's sexual desires. The fact that men happen to appreciate brazen women who actively participate in partnersex, know what they want, and like sex as much or more than they do is just happenstance, not the aim of the movement.
4. Sex positive feminists defend misogynists
Sex positive is not jerk positive. This myth might stem from either a mainstream or militant feminist assumption that sexual men are inherently misogynistic, that there is no difference between a man being cavalier about sex and disrespecting women. But there is. A man who knowingly spreads infectious diseases is not sex-positive. Neither is a man who deceives his partner. And neither is a man who harasses, sexually assaults, or hurls hostile epithets at women. On the other hand, unlike a more extreme stereotype of feminism, sex-positive feminism doesn't place men in the position of being the villian par excellence.
5. Sex positive feminism is "babe feminism"
Sex-positive feminism has nothing to do with looks. Women are not exactly encouraged to be healthy but neither are they encouraged to be fixated on body image issues. Susie Bright made it clear in The Sexual State of the Union that women who diet aren't working on having orgasms and that anorexic women can develop inorgasmia. Only in mainstream media, the co-opted and packaged version of sex-positive feminism seen in Cosmo and Sex in the City, is sexual energy for women connected to having the perfect body. The women's pornography and erotica feature organic-looking women. The leading theorists are on average 45 years old, Betty Dodson being 72. Contrary to popular belief, even strippers come in all shapes and sizes and have average women's flaws, let the average sex-positive feminist.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2007 | 19:07
Til að forðast allan misskilning.
Feministahreyfingin Pro-sex er stofnuð til að berjast fyrir jafnrétti, kvennréttindum og mannréttindum. Við viljum ítreka að þó við styðjum kynlífstengdan iðnað, berjumst við gegn þrælkun, mannsali og allri misnotkun á börnum
Við erum með örlitlar áhyggjur af því að vera aðeins misskilin til að byrja með. Ætlum við að reyna að koma í veg fyrir ákveðinn misskilning strax.
Pro-Sex er ekki ætlað sem áróður gegn Feminista félagi Íslands (Femís), þvert á móti viljum við að þessi tvö félög geti unnið saman á þeim sviðum sem eru með sameiginleg málefni. Þegar upp er staðið vilja báðar hreyfingarnar kenna sig við Feminisma en munurinn felst í viðhorfum til kynlífstengds iðnaðar.
Vissulega erum við á allt annarri skoðun með þau mál en þau í Femís en við vonum að þeir ágreiningar muni ekki standa í vegi fyrir samstarfi á sameiginlegum sviðum. Reyndar trúum við að slíkt samstarf muni gera bæði félög öflugari í baráttunni fyrir jöfnuði og kvennréttindum.
Við viljum líka að það sé gerður greinamunur á þessum mismunandi stefnum innan feminisma, því það eru til svo margar mismunandi stefnum innan feminisma.
Við erum á móti takmörkun á kynferðislegri hegðun og frelsi fólks. En það þýðir ekki að við styðjum mannsal eða kynlífsþrælkun. Við trúum því að það sé of hár kostnaður að gefa upp part af okkar frelsi til að ráðstafa okkar eigin líkama til þess eins að berjast gegn glæpum. Við viljum stuðla að aðgerðum sem miða beint gegn slíkum glæpum, þ.e. kynlífsþrælkun, mannsali og þess háttar starfsemi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.4.2007 | 13:03
Pro-Sex hreyfingin orðin að veruleika!
Jæja gott fólk, nú boðum við mikið fagnaðarefni
Pro-Sex hreyfingin er orðin að veruleika. Við erum komin með kennitölu og bankareikning og erum á fullu að undirbúa fyrir fyrsta fund, upplýsingar um hann verða birtar síðar.
Þannig við hvetjum alla til að fylgjast með og endilega mæta á fysta opna fundinn þegar hann verður haldinn.
Við leyfum okkur að kalla okkur Feminista, enda ætlum við að berjast fyrir jafnrétti og erum á því að konan er ennþá undir. En það sem skilur okkur frá Feministafélagi Íslands (Femís) er að við erum með öllu ósammála þeirra viðhorfi til kynlífsiðnaðarins.
Við styðjum frelsi einstaklingsins til að ráða yfir sínum eigin líkama og teljum það beinlínis rangt að ríkið eigi að banna athafnir sem fara fram á milli tveggja eða fleiri fullorðna aðila sem veita sitt samþyki fyrir því sem fer fram þeirra á milli.
Við vitum að það er mikið af fólki sömu skoðunar og við en hingað til höfum við verið hljóðláti meirihlutinn, en nú höfum við rödd og nafn, Pro-Sex!
Við getum byrjað að taka við félagsgjöldum frá áhugasömum. ársgjaldið eru litlar 2000 kr og munda það greiðast inná reikning 0303-26-4103 og er kennitalan 410307-2000 og biðjum við viðkomandi að senda kvittum með tölvupósti á Pro-Sex@simnet.is. En ég vil hvetja fólk til að lesa reglur félagsins áðuren það skráir sig, þær munu vera birtar neðar. Einnig ef þú telur þig geta hjálpað okkur á einn eða annan hátt endilega hafðu samband. Einnig munum við svara öllum fyrirspurnum sem berast á veffangið.
Takk fyrir.
Stjórn Pro-Sex
Reglur Feministahreyfingarinnar Pro-Sex.
1.gr.
Félagið heitir Feministahreyfingin Pro-Sex.
2. gr.
Heimili félagsins og varnarþing er í Njálsgötu 87.
3. gr
Tilgangur félagsins er að berjast fyrir kvennréttindum, kynfrelsi og mannréttindum.
4. gr.
Tilgangi sínum hyggst félagið ná með Skrifum á netinu, fyrirlestrum og öðru sem við vemur baráttumálum.
5. gr.
Stofnfélagar eru:
Alma
Sigrún
Halldór Fannar
6.gr.
Grundvallar skilyrði fyrir inngöngu eru að styðja málefnið.
Stjórnin áskilur sér rétt til að hafna umsóknum um inngöngu í félagið telji hún að viðkomandi umsækjandi tali eða starfi gegn málefnum félagsins á öðrum sviðum.
7. gr.
Stjórn félagsins skal skipuð 3 félagsmönnum þ.e. formanni og 2 meðstjórnendum. Stjórnarmenn skulu kosnir til 1 árs í senn en formaður skal kosinn á hverjum aðalfundi.
Formaður boðar stjórnarmenn á stjórnarfundi þegar þurfa þykir.
Daglega umsjón félagsins annast Alma.
Firmaritun félagsins er í höndum: allrar stjórnar sameiginlega.
Stjórnin áskilur sér rétt að fjölga stjórnameðlimum á fyrsta starfsári með fyrirfram boðuðum stjórnarmótunar fundi.
Eftir fyrsta starfsár fylgir þessi aðgerð aðalfundi. Þegar þessi breyting er gerð skal það vera framkvæmt með kosningu gildra félagsmeðlima.
Gild kosning telst 60% þáttaka í landshlutum sem hreyfingin er virk.
8. gr.
Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Á aðalfundi félagsins skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur í aðalfundi.
9. gr.
Árgjald félagsins er 2000 kr og skal það innheimt við inngöngu. Þar á eftir í aðdraganda hvers komandi ársfundar.
10. gr.
Rekstrarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins skal varið í að halda uppi húsnæði, vefsíðu, fyrirlestrar, forvarnastarf og að taka að sér málefni einstaklinga sem falla undir okkar baráttumál.
11. gr.
Ákvörðun um slit félags verður tekin á aðalfundi með einföldum meirihluta og renna eignir þess til Barnaspítala Hringsinns.
Markmið áhugamannafélaga er ekki að afla félagsmönnum eigna og samrýmist það því ekki tilgangi slíks félags að ráðstöfun eigna við slit þess sé til félagsmanna sjálfra.
12.gr
Stjórnin áskilur sér rétt til að reka á brott félagsmeðlim, telji hún viðkomandi hafa talað eða starfað gegn málefnum félagsins. Síðast greiddu félagsgjöld skulu með þessu endurgreidd, þ.e. 2000kr.
Á sömu forsendum áskilur stjórn sér rétt til að hafna aðildarumsókn um inngöngu í félagið.
Tilkynningar | Breytt 15.4.2007 kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Tenglar
Áhugavert Efni
Allskonnar áhugavert Pro-Sex efni
- Rannsóknir úr mörgum áttum Allt Pro-Porn rannsóknir
- Rannsóknir úr mörgum áttum Allt Pro-Porn rannsóknir
- Susie Bright bloggar Blogg frá einni af upphafskonu Pro-Sex
- Annie Sprinkle Skemmtileg lesning