Leita í fréttum mbl.is

Eru feministar kannski konum verstar?

Konur eru konum verstar? eru þá kallar köllum ekki líka verstir?  Eða eru karlar konum verstir líka og konan alltaf fórnalamb?  Eða eru konur körlum verstar?  

Konur geta verið grimmar, þær hafa þetta móðureðli til að vernda sig og sýna jafnvel sitt svæði og þær nota öll brögð til að ná sýnu fram.  Þær dæma oft allt of hart það sem þær skilja ekki.   Eins og þegar feminista hreyfingar voru að byrja þá urðu húsmæður fyrir miklum fordómum. Konur sem kusu að vera heima og vera með börnunum af því þær gátu það.  Og í dag þá verð hórur, dansarar og klámmyndaleikkonur fyrir barðinu á feministum og síðan stimplaðar sem fórnalömb rétt eins og húsmæður voru fórnalömb fordóma á sínum tíma.  En hvað eru feminstar að verja, af hverju mega konur sem kjósa að vinna í kynlífstengdum iðnaði ekki fá að stunda sína vinnu löglega? Eru baráttan gerð til að vernda konurnar sem eru í þessu buissness eða er undirrótin annarstaðar, eru þær kanski að vernda sig og sína? 

Ég var lengi að sætta mig við orðið feministi, fyrir mér var feministi rauðsokka sem mótmælti,  feministi var mannsekja sem er á móti klámi.  Feminista var kelling sem skildi ekki raunveruleikann.  Feministar voru frekjur sem kvörtuðu yfir öllum sem voru ekki sammála þeim.  feministar voru the real sexist.   Og feministar  voru ástæðan fyrir að jafnrétti yrði aldrei náð... Því hver er ekki komin með hundleið á þeim?

En feministi er fallegt orð, fyri mér þýðir það akkarat andstæðan við fyrisögnin hér fyrir ofan, það merkir meira  eins og: konur sem eru konum bestar! Konur sem styðja konur, jafnvel þó þær vinni í kynlífstengdum iðnaði. Vinkona mín benti mér fyrir nokkrum árum á stórmerkilega konu, Annie Sprinkle.  Hún hafði leikið í klámmyndum dansað og verið hóra, en hún var feministi.  Þá fór þetta að meika sense fyrir mér, ég leitaði upplýsinga og fann frjálslynda feminsta: pro-sex, pro-porn og sex liberal feminista hreyfingar. Ég hef alltaf vitað af launamisrétti og alltaf verið manneskja til að berjast fyrir jafnréttindi. Lagalega séð erum við kynin með jöfn réttindi, raunverulega baráttan er hugarfarsbreyting.  Ég er Feministi!   

Ein af hugmyndunum sem varð til þess að við stofnuðum þetta félag er vegna þess að við syrgðum skilgreiningu orðsins feministar, það að vera feministi þýðir ekki að vera á móti kynlífi.  Við erum líka þreyttar á að hugtak sem er jafn víðtækt og klám sé einhver skömm.  Það felst eniginn skömm í að vera kynvera, hvort sem það er innan veggja heimilanna eða fyrir framan alþjóð.  Og okkar von er að einhverntíman verði ekki svona mikil skömm yfir klámi.  Við viljum opnari umræðu um kynlíf og klám það þýðir ekki að opna umræðu á annað og loka henni á hitt, þetta helst hönd í hönd.

Við syrgjum líka að klámið okkar sé flokkað með glæpum, viðbjóðslegum mannréttindabrotum, eins og mannsali þrælkun og barnaklámi. 

Klám í mínum augum er kynferðislega opinskátt efni, kynferðislega örvandi efni. Eitthvað sem flesti eiga inn í skáp, eða á tölvunni en enginn vill viðurkenna því þetta er nú ólöglegt.

 -Sigrún-


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Flott síða hjá ykkur og frískandi að lesa loksins fordómalausa umfjöllun um þessi mál. Ég giska á að meirihluti þjóðarinnar sé sammála ykkur. Takk!

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.4.2007 kl. 02:23

2 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Sammála síðasta ræðumanni

Örvar Þór Kristjánsson, 30.4.2007 kl. 15:52

3 identicon

Takk fyrir það. :)  Ég var farin að örvænta eftir kommentum, það eru svo margir sem skoða bara.

-Sigrún- 

Sigrún Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 20:04

4 Smámynd: G. Reykjalín

Það þarf að breyta orðspori þessa annars góða hugtaks "feminismi" úr því að vera samtök sem réttlæta svokallað "manbashing" með því að flagga kvenréttindum og í það að vera samtök sem standa fyrir almennum réttindum allra. Það þarf ekki að haldast í hendur að vera fylgjandi feminískum sjónarmiðum og íhaldssamari en andskotinn.

Good job! 

G. Reykjalín, 9.5.2007 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pro-Sex
Pro-Sex
Við stöndum vörð um kynfrelsi, hvað með þig?

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband