Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Feminismi

Hver er þessi klámvæðing?

Ég heyri og les oft að fólk vilji berjast gegn klámvæðingunni? Hvað er það sem þau vilja berjast gegn?  Vilja þau meina fólki eins og snowgathering að koma til landsind? Væntanlegum viðskiptavinum sem engin lög hafa brotið? Fólki sem vinnur við að framleiða löglegt klám í sínu heimalandi.  Ef svo er áfram með klámvæðinguna!  Mín skoðun er að ef klámframleiðslan sé löleg að þá er enginn neyddur út í klámiðnaðinn fólk getur fengið vel borgað fyrir vinnuna og verið öruggur frá sjúkdómum.   Og við hin getum keypt klámið okkar vitandi að við erum ekki að fremja glæp eða fjármagna þá. Eða er verið að berjast gegn hórum og strippurum?  Mér finnst kvennréttindi/jafnréttindi líka snúast um að einstaklingur hafi vald yfir eigin líkama og megi stunda kynlíf og afklæðast fyrir greiðslu ef hann vill. Ég vil að hórur hafi réttindi, stéttarfélag og eigi lífeyrisjóð eins og venjulegt fólk.  Mér finnst "sænska leiðin" út í hött ef hóran má vinna við þetta en neytandinn ekki versla, þá getur kúnninn farið fram á lægra verð og komið verr fram, því hann er jú að brjóta lögin en ekki hóran.  Eins og raunin er í Svíþjóð eru hórurnar ekki sáttar við þessa löggjöf. Og svo kynsystur mínar í strippinu  ég vil berjast fyrir að þær hafi réttindi og það sé ekki alltaf verið að hafa af þeim pening.  Staðreyndi er að það er markaður fyrir kynlífstengdan iðnað og eftirspurn, af hverju að gera þetta ólölegt? 

Og enn verra ég hef lesið í sömu setningu "við viljum berjast gegn klámi, þrælkun, mannsali, barnaklámi og kynlífsþrælkun" Hverjum dettur í hug að setja klám (kynferðislega örvandi efni, sem flestir eiga eða hafa aðgang að) undir sama hatt og þessir óhugnalegu glæpir og hræðilegu mannréttindarbrot? Er ekki í lagi? 

 En ég var að velta klámvæðingunni fyrir mér og hver hún væri?  Er óvinurinn þá kanski líka kynlífið í auglýsingunum? Sæti rassinn í Lu-kex auglýsingunum eða dansandi Foodtaxi gellan og allar hinar auglýsingarnar sem nota kynlíf til að selja?  Eða meint barnaklámstjarnan í Smáralindarblaðinu?  Og hvað með öll tónlistarmyndböndin? Staðreyndin er kynlíf selur!

Svo ég vellti því fyrir mér af hverju vinstri grænir segja ekki bara við ætlum að berjast gegn klámi.  Af hverju að blanda einhverri væðingu inn í þetta, og gera málið eitthvað tvírætt!

Ég og við í pro-sex ætlum að berjast fyrir klámi og réttindum hóra og strippara.  

-Sigrún- 

 


Höfundur

Pro-Sex
Pro-Sex
Við stöndum vörð um kynfrelsi, hvað með þig?

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband