Leita í fréttum mbl.is

Dulin skilaboð

Þar sem mikið hefur verið talað um meðvituð og ómeðvituð skilaboð allstaðar í kringum okkur, hve skaðleg þessi "klámvæðing" sé fyrir börnin okkar, en fólk vill ekki stoppa í smástund og velta fyrir sér hverskonar skilaboð við erum að senda til stelpna í dag.

Ég átti það til í æsku að vera allt öðruvísi en allar aðrar stelpur sem ég þekki (og er það kannski enn í dag), en ég að ákveðnu leiti hafnaði mínu hlutverki sem stelpa. Reyndar sem barn átti ég fleiri stráka vini en stelpur, fannst skemmtilegra að leika mér með stráka dót og fannst reyndar strákar einhvernvegin hafa meira frelsi. En það breytti aldrei því að ég var stolt af því að vera stelpa og varð mjög snemma vör um kvennlega eiginleika og hve mikill styrkur það getur verið. En þegar ég var komin á þann aldur að kynlíf og klám var eitthvað sem ég vildi vita um gat ég alltaf treyst á hreinskilni strákana frekar en stelpnanna.

Mjög ung gat ég treyst á besta vin minn til að útskýra typpi fyrir mér en gat sjálf enga útskýringu gefið á mínum pörtum. En það var ekki fyrr en 16 ára sem ég átti í fyrsta sinn samræður við vinkonu mína um sjálfsfróun. Það var hún sem spurði mig fyrst hvort ég hefði prufað og það fyrsta sem mér datt í hug var að ljúga og svara neitandi...

Það truflaði mig aldrei á gelgjunni þessi ákveðna sektarkennd sem ég bar með mér fyrir það eitt að upplifa sjálfa mig sem kynveru, ekki fyrr en ég var komin í framhaldsskóla og fann sjálfa mig í þeirri aðstæðu að útaf þessari skömm gat ég ekki notið kynlífs. Mér fannst æðislegt að veita strákunum sem ég elskaði og var með kynferðislegan unað en mér fannst það óþægileg þessi pressa að ég þyrfti líka að fá fullnægingu. Ég upplifði það soldið að það var ekki "mitt hlutverk" að koma líka.

Ég hef spáð í því í mörg ár afhverju mér leið svona, að ég var skítug ef ég snerti sjálfa mig eða hugsaði dónalega, að skammast mín fyrir að vilja stunda kynlíf og hafa áhuga á kynlífi og að finna fyrir sektarkennd þegar ég svo fékk fullnægingu. Og lengi vel hélt ég að ég hefði verið ein um þetta en hef komist að í gegnum tíðina að svo mikið meira af nútíma konum hafa upplifað nákvæmlega það sama, en hver er orsökin?

Ég er auðvitað ekki með neitt til að bakka upp þessa heimatilbúnu theoríu nema mín ár í að velta þessu fyrir mér og þau samtöl sem ég hef sjálf átt við hinar ýmsu stelpur og konur sem hafa verið reiðubúnar til að ræða þessi mál við mig.

En já, ég vil meina að þettað er þróun sem hefst þegar við erum bara pínu pons og endurspeglar kannski aðeins óréttlæti (að mér finnst) gagnvart stelpum strax. 

Þegar ég var lítið skildi ég ekki afhverju strákar máttu vera berir að ofan en ekki stelpur, ég skildi ekki muninn, því eigum við ekki að vera eins og hafa rétt á því sama?? Og svo fannst mér alltaf ákveðinn munur á hvernig mamma mín sagði við mig og bróður minn  "vertu nú still/ur og þæg/ur" fannst einsog hann ætti bara að haga sér á meðan ég átti að vera stillt, þæg og hegða mér dömulega. Ég skildi ekki afhverju ég var skömmuð fyrir að klóra mér í náranum á meðan bróðir minn fékk frjást að klóra sér í pungnum. En það sem ég skildi minnst var afhverju bróðir minn fékk smokk frá pabba þegar hann var c.a. 17, en þegar ég var á sama aldri var mér sagt að ekki fara á fast fyrr en ég væri orðin 25 ára.

Mér fannst ég aldrei vera síðri en bróðir minn en alltaf situr í mér þessi ákveðna mismunum sem var einfaldlega útaf kyni. Og ekki misskilja mig, foreldrar mínir eru yndisleg og hafa reynt að skapa okkur systkynunum jöfn tækifæri í lífinu, ég er bara að horfa á þessa hluti sem koma við kyni og kynferði af eigin heimilli.

Það er þessi ákveðna pressa sem kemur strax á okkur stelpurnar að vera dömulegar, kvennlegar og gera það sem góðum kvennmanni sæmir. Vissulega hefur mikið af þessu breyst en ekki þegar það kemur að viðhorfum ungra kvenna til kynlífs.

Við konur erum þær sem halda hvað mest uppi druslu stimlun á okkar eigin kynsystum. Það eru aðallega konur sem líta niðrá konur í kynlífsbransanum. Og stundum upplifi ég það að konur líti svo á að aðrar konur, sem eru kynverur og óhræddar við að sýna það sama hvort það kemur fram í örum skiptum um bólfélaga eða vinnu í kynlífsbransa, séu að vinna gegn öllum konum. En ég segi fyrir mitt leyti að ef það væri ekki fyrir það óeigingjarna starf sem þessar konur hafa sinnt væri ég sennilegast enn ósátt við mín hlutskipti í lífinu, að vera kona sem er ófær um að njóta kynlífs vegna duldra skilaboða í samfélaginu, að ég hafi ekki rétt á að vera kynvera því þannig haga "góðar" stelpur sér ekki. 

Ég vildi alltaf vera góð stelpa þó svo ég væri agalega uppreisnargjörn. Á endanum fann ég aðeins tvo valkosti, ég gat verið góð stelpa og ekki tala eða hugsa um kynlíf eða verið vond stelpa og sætt mig við að ég er bara ég og að ég er kynvera. Smátt og smátt fór ég í hrikalegustu uppreisn gegn foreldrum mínum og samfélaginu í heild sinni. Fyrst ég var ekki einsog allar góðar stelpur þá gat ég alveg eins verið vonda stelpan. Ég fór útí strippdans á hátindi uppreisnar minnar gegn kynbundu hlutverki mínu. Ég var orðin fullorðin (í mínum augum), ég var orðin kona og kynvera með meiru og heimurinn mátti bara vara sig á mér. Ekki ætlaði ég að fara taka tilliti til samfélags sem nánast bannar mér að vera sú kynvera sem ég er.

Og vissulega hef ég sært mikið af mínum nánustu með þessum uppreinsargjörnu uppátækjum mínum, og þar helst elsku mömmu mína. En í gegnum þettað allt saman, sama hvort þið trúið því eða ekki, fann ég sjálfa mig. Ég hef kannski aðra sýn en margir á kynlífi og hugsanlega klámi en ég trúi því bara einlægt að eina leiðin til að stuðla að ábyrgri hegðun í kynlífi er að opna umræðuna alveg og ekkert skilið eftir. Ég trúi því af einlægni að með því að fara fram á bann á klámi, baráttan við "klámvæðinguna" og fleira sem ákveðin hópur fólks (aðallega konur) vill gera sendi ungum stelpum í dag sömu skilaboð og ég fékk sem barn, bara miklu sterkari. Bara vondar stelpur hafa gaman að kynlífi. Sumum finnst það kannski útí hött en ég trúi því bara að klám (og kynferðislega opinskátt efni) hjálpi báðum kynjum að finna sitt hlutverk í kynlífi. Og ég trúi því að ef ég ætla að stíga fram og vinna fyrir Pro-Sex, opna þessa umræðu og já, verja klám verði ég að tala um hluti sem aldrei hefur verið talað um áður opinberlega. 

En það þarf fleiri en bara mig og Pro-Sex til að koma skilaboðunum áleiðis. Hættum að fela okkur fyrir sjálfum okkur og samfélaginu og segið ykkar skoðun. Því svo langt sem ég veit eru miklu fleiri sem horfa á klám en raunverulega viðurkenna það. Tökum þessa skömm í burtu sem því fylgir að vera kynvera og breytum samfélaginu saman.

Alma


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit ekki á hvaða aldri þú ert en ég er 22 ára gömul og var ekki vör við þetta sem þú talar um. Kannski vegna ólíkra foreldra því mínir hafa alltaf talað um kynlíf sem ósköp eðlilegan hlut sem er ekkert til að skammast þín yfir. Þetta var rætt eins og hvað annað málefni. Kannski það sé vandamálið hjá þér að foreldrar þínir ólu þig þannig upp. Þú talar einnig um að þið systkinin hafi fengið jöfn tækifæri en mér sýnist nú samt ekki á skrifum þínum. Einnig þá lék ég mér meira með strákum en stelpum þegar ég var lítil og fannst það fínt. Þeir eru mikið afslappaðri og ekki alltaf þessi leiðindi eins og hjá stelpunum, að fara í fílu, rífast, baktal og annað. Ég gat samt alltaf rætt allt við alla enda mjög opin og hreinskilin manneskja.  Það er líka staðreynd í dag og stelpur eru verstar við aðrar stelpur og dæma hart hvora aðra. Því mætti breyta. Ástæðan held ég að við keppumst mikið okkar á milli en þrátt fyrir allt er það tilgangslaust. 

Skonsan (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 14:53

2 Smámynd: halkatla

Ég er einsog Charlotte í sex and the city, hehe, ég ólst ekki upp "in a naked house" og er ekki enn farin að geta talað um neitt svona "dónó" en engu að síður þá er þetta alveg mögnuð grein og mörg sannleikskorn í henni um skilaboðin og það allt! bravó  

halkatla, 22.5.2007 kl. 15:18

3 Smámynd: Pro-Sex

Skonsan: Við erum nú bara á svipuðum aldri, ég er 25. Og ég segi það nú hvergi að það var rætt um kynlíf sem óeðlilegan hlut á mínu heimilli, bara að það voru gerðar aðrar kröfur til mín en bróður míns í þeim málum...

En ég er heldur ekki að fara eitthvað ofaní saumana á uppeldismálum foreldrum minna, nema það sem ég hef sagt hér að ofan. Í eina skipti sem ég nokkurntíman upplifði mismunum vegna kyns var í kynferðismálum. Mér finnst skrítið  að þú lesir það úr mínum skrifum að við systkynin hafi ekki fengið jöfn tækifæri þegar kynferðismál er það eina sem ég nefni...

En ég verð samt að spyrja þig, finnst þér konur vera konum verstar? 

Pro-Sex, 23.5.2007 kl. 12:48

4 Smámynd: Pro-Sex

Anna Karen, Elsku Anna Karen

Ég get ekki almennilega útskýrt afhverju, en þettað komment þitt er mér svo mikils virði. Það að þér, uppáhalds ofur bloggarinn minn og fyrrum skólafélagi finnist ég hafa skrifað magnaða grein, vekur hjá mér mjög góða tilfinningu...

 En já, "Sex and the city" segirðu... Ég hafði alltaf gaman að Charlotte því hún er svo langt frá því að vera ég. Og jafn mikið og ég kann að meta dömulegu eiginleika Charlotte þá syrgði ég stundum hvað hún átti erfitt með að sleppa fram af sér beislinu.

Og þér að segja finnst mér Samantha soldið standa fyrir "klámvæðinguna" ógurlegu. Hún hafnaði sínu hlutverki sem dama og ráðstafaði eigin kynlífi einsog aðeins karlmanni/druslu sæmir, hún stendur fyrir allt sem við viljum ekki að dætur okkar verði. Samt var hún elskuð fyrir þann ógurlega styrk sem hún sýndi er hún mætti fordómum á hana eða eigin lífsstíl. En þó hún var elskuð þá mundi engin kona taka upp hennar lífsstíl, hér á landi, og vera stolt af. Því það eru jú skilaboðin sem við erum að fá mjög sterkt hér. Við eigum allar að vera Charlotte og að vilja vera einsog Sam er óskiljanlegt í hugum sumra.

En það er akkurat málið, samfélagið vill ekki að dætur þeirra verði fyrir áhrifum af klámvæðingunni, það vill engin að dóttir þeirra verði einsog Samantha og reyna að kenna einhverjum utanaðkomandi áhrifum um þá þróun að konur eru að sækja í sig veðrið í kynferðismálum og munu mjög fljótlega standa karlmönnum jafnfætis í þeim málum. Það á að reyna steypa alla kvennmenn í einhverskona Charlotte mót þegar það er ekkert endilega eðlilegt fyrir alla. 

Fyrir mig að lífa mínu lífi samkvæmt stöðlum Charlotte væri mjög óeðlilegt og  þröngvað. Þ.e. það sem er eðlilegt fyrir einn er kannski óeðlilegt fyrir annann. Afhverju þurfa konur að hræðast fordóma samfélagsins útaf einhverju sem fyrst og fremst á að vera þeirra eigið einkamál?  Gæti verið að rót hin fræga fullnægingarvanda kvenna séu fordómar samfélagsins á kynferðislega opinskáar konur?

En svo til að engin misskilji mig ég dáist að öllum kvennlegum styrk, sama hvort hann komi fram í hinu dömulegu og siðvöndu Charlottum í heiminum eða hugrekki Samönthum til að mæta fordómum og vera maður sjálfur, þó það sé aðeins á skjön við samfélagið. Ég aðhyllist það að hafa sem mestan fjölbreytileika í samfélaginu og trúi því einlægt að Charlottur og Samönthur í heiminum geta alveg lifað í sátt og samlyndi við hver aðra.

En ég held að ég sé búin að skrifa nóg í bili.

En Anna Karen mín, sendu mér nú línu á pro-sex@simnet.is og reynum nú að fara að vera pínu pons meira í bandi. Er í fríi í dag og á morgun og væri alveg til í að eyða smá tíma og aur í símtal við þig

XxX

Alma 

Pro-Sex, 23.5.2007 kl. 15:01

5 identicon

er munur á körlum og konum?

svarið:

http://www.youtube.com/watch?v=z0mpMVuRmgs

feminist (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 15:05

6 identicon

Sæl Í sambandi við kynferðismál á jöfnum grundvelli milli systkina þá er ég eitthvað að miskilja þig. Ég var nú að vitna í þetta
"En það sem ég skildi minnst var afhverju bróðir minn fékk smokk frá pabba þegar hann var c.a. 17, en þegar ég var á sama aldri var mér sagt að ekki fara á fast fyrr en ég væri orðin 25 ára." þegar ég sagðist halda að þið fenguð ekki jöfn tækifæri.
Og með það að ég segi að stelpur eru verstar við aðrar stelpur þá er ég að meina að við dæmum aðrar stelpur mikið meira en t.d. stráka. Við keppumst mikið á milli hvor annarra. Þegar stelpur mála sig og klæða sig upp þá er það oftar en ekki "fyrir" hinar stelpurnar en ekki strákana, ef þú skilur. Það er keppni hver er flottari og allt það. Þetta er ekki svona hjá strákum heldur á öðruvísi hátt (sterkastur....ofl.) Ég held að það sé engin stelpa sem getur sagt að einhver tíman hafa þær pælt í því hvernig hin stelpan er í samanburði við sig sjálfa. Við miðum okkur of mikið við hvora aðra sem er ekki holt upp að einhverju marki. Þetta á ég við þegar ég segi að stelpur séu stelpum verstar. Ég gæti haldið áfram..

Skonsan (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 10:19

7 identicon

Sæl ! Ég er sammála þér að það þarf að fræða fólk um kynlíf og það ér hollt að tala um kynlíf. Það að stunda kynlíf er yndisslega mikilvægur þáttur í lífi okkar hvort sem við erum stelptu eða strákar.. Það er klám hins vegar alls ekki.  Klám er  ekki kynlíf ! og ég verð að segja að ég er hrædd um að "lögleiðing"kláms mundi einmitt hafa þveröfug áhrif og gera fólk mjög áttavilt um hvað kynlíf er ..  ..

Heiða Björg (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 23:58

8 identicon

Sæl, Heiða Björg! 

En klám er bara fólk að stunda kynlíf tekið upp á video.  Fyrir mig er klám mikilvægt ég nýt þess að horfa á klám með bólfélafa mínum.  Eða þegar ég er ein að stunda sjálfsfróun þá finnst mér oft gott að hafa eitthvað kynörfandi efni, eins og video af samförum annarra eða erótískar myndir í blöðum.  Og ég er ekkert ein um það.  

Það er líka til meira af klámi heldur en það sem er mest áberandi á markaðinum. Auðvitað er meira til af efni sem karlmenn sækjast í, því það er ekkert langt síðan konur fóru að viðurkenna að þær sóttust í þetta.  ÞAð er vel hægt að fá feminist porn.  Klám fyrir konur gert af konum.  

Þó svo að klám er ekki löglegt í dag hafa flestir aðgang af því og ég tel það ekki fyrir mitt leyti gera neinn skaða á skoðanir fólks um hvað kynlíf er, heldur frekar akkurat öfugt að það vekji upp spurningar og umræður um hlutina.   

En ég get auðvitað ekki svarað fyrir Ölmu, þetta eru aðeins mínar skoðanir sem Pro-sex feministi

-Sigrún- 

Sigrún Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pro-Sex
Pro-Sex
Við stöndum vörð um kynfrelsi, hvað með þig?

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband