Leita í fréttum mbl.is

Hver er þessi klámvæðing?

Ég heyri og les oft að fólk vilji berjast gegn klámvæðingunni? Hvað er það sem þau vilja berjast gegn?  Vilja þau meina fólki eins og snowgathering að koma til landsind? Væntanlegum viðskiptavinum sem engin lög hafa brotið? Fólki sem vinnur við að framleiða löglegt klám í sínu heimalandi.  Ef svo er áfram með klámvæðinguna!  Mín skoðun er að ef klámframleiðslan sé löleg að þá er enginn neyddur út í klámiðnaðinn fólk getur fengið vel borgað fyrir vinnuna og verið öruggur frá sjúkdómum.   Og við hin getum keypt klámið okkar vitandi að við erum ekki að fremja glæp eða fjármagna þá. Eða er verið að berjast gegn hórum og strippurum?  Mér finnst kvennréttindi/jafnréttindi líka snúast um að einstaklingur hafi vald yfir eigin líkama og megi stunda kynlíf og afklæðast fyrir greiðslu ef hann vill. Ég vil að hórur hafi réttindi, stéttarfélag og eigi lífeyrisjóð eins og venjulegt fólk.  Mér finnst "sænska leiðin" út í hött ef hóran má vinna við þetta en neytandinn ekki versla, þá getur kúnninn farið fram á lægra verð og komið verr fram, því hann er jú að brjóta lögin en ekki hóran.  Eins og raunin er í Svíþjóð eru hórurnar ekki sáttar við þessa löggjöf. Og svo kynsystur mínar í strippinu  ég vil berjast fyrir að þær hafi réttindi og það sé ekki alltaf verið að hafa af þeim pening.  Staðreyndi er að það er markaður fyrir kynlífstengdan iðnað og eftirspurn, af hverju að gera þetta ólölegt? 

Og enn verra ég hef lesið í sömu setningu "við viljum berjast gegn klámi, þrælkun, mannsali, barnaklámi og kynlífsþrælkun" Hverjum dettur í hug að setja klám (kynferðislega örvandi efni, sem flestir eiga eða hafa aðgang að) undir sama hatt og þessir óhugnalegu glæpir og hræðilegu mannréttindarbrot? Er ekki í lagi? 

 En ég var að velta klámvæðingunni fyrir mér og hver hún væri?  Er óvinurinn þá kanski líka kynlífið í auglýsingunum? Sæti rassinn í Lu-kex auglýsingunum eða dansandi Foodtaxi gellan og allar hinar auglýsingarnar sem nota kynlíf til að selja?  Eða meint barnaklámstjarnan í Smáralindarblaðinu?  Og hvað með öll tónlistarmyndböndin? Staðreyndin er kynlíf selur!

Svo ég vellti því fyrir mér af hverju vinstri grænir segja ekki bara við ætlum að berjast gegn klámi.  Af hverju að blanda einhverri væðingu inn í þetta, og gera málið eitthvað tvírætt!

Ég og við í pro-sex ætlum að berjast fyrir klámi og réttindum hóra og strippara.  

-Sigrún- 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Reykjalín

Tímarnir breytast og fólkið með.

Klám og kynlíf er allt of oft stimplað sem einhverskonar "taboo". Fólk þarf ekki að vera svona hrætt við þetta. Heimurinn er smám saman að verða samstilltari kynlífi og kynlífsiðnaði og þeir sem hræðast þetta hræðast þessa þróun líka.

Mér líst vel á þetta málefni.. 

G. Reykjalín, 9.5.2007 kl. 15:47

2 Smámynd: halkatla

úff ég sé klámvæðinguna allsstaðar

halkatla, 16.5.2007 kl. 17:25

3 identicon

En ég sél samt ekki hvernig það að banna hórum að starfa komi í veg fyrir að framleidd séu föt fyrir börn sem stendur á Slut!

Ég sé heldur ekki þessa klámvæðingu sem eitthvað ákveðið, þetta er orð sem skilgreinir ekkert og bendir ekki á neytt sérstakt og er hægt að túlka á margan hátt.

Að sjálfsögðu finnst mér sjokkerand að sjá 8 ára stelpur í g-streng, en það er bara eiktthvað svo eðlilegt að stúlkur vilji vera eins og mömmur sínar.  Ég er ekki að segja að mér finnist það í lagi.  En er ekki foreldrana að velja föt á börnin sín þangað til þau hafa þroska til þess sjálf.  Eins og Hulda hentirneta-slut-chick-magabolnum að sjálfsögðu í ruslið.

Og klám, erótík og kynferðislegaopinskátt efni eða hvað sem þið viljið kalla það. Ég er ekkert að skilgreina það í einhverjar tætlur  ég hef alltaf kallað það klám=porn og vil halda því áfram.  Ofbeldi er allt annað fyrir mér

" virðing er borin fyrir öllum þeim manneskjum og dýrum sem sýnd eru”
Ég gat ekki annað en brosað yfir dýrunum í erótísku skilgreiningunni þinni :) 

En vangavellturnar mínar eru hvernig á að berjast gegn jafn tvíræðri væðingu eins og klámvæðingu ?

-Sigrún- 

Sigrún Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 12:23

4 identicon

Já alltaf í skilgreiningunum. Ég skilgreini klám sem kynferðislega opinskátt efni og sömuleiðis erótík sem kynferðislega opinskátt efni.  Og í mínum augum er ekkert ofbeldi í klámi, engin niðurlæging og hvað  annað sem reynt er að troða í klám.

Að sjálfsögðu viðurkenni ég að fólk verður fyrir ýmsum skilaboðum meðvituðum og ómeðvitum.

Að sjálfsögðu eiga allir rétt á að auglýsa eftir starfólki og auglýsa þjónustu sína, en þar sem bannað er að auglýsa áfengi og tóbak hér á landi efast ég um að klámið sem er ekkert löglegt ennþá fái strax fullan rétt á auglýsingum. 

Viðurkennir þú ekki rétt einstaklinga til að taka sjálfstæðar ákvarðanir?

En ég stoppa ennþá og spái hver er þessi klámvæðing? Hvað er það alvarlegasta og hverju er verið að mótmæla?

Sigrún Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 00:37

5 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Er Sjálfstæðiflokkurinn ekki "blár" flokkur.  Frelsið er mikilvægt en vandmeðfarið. Kynlíf er mikilvægasti þáttur í lífi allra æðri líffvera. Það snertir viðkvæmasta tilfinningalíf einstaklinga ekki síst unglinga. Þau öfl sem ráða ferðinni eru oft mjög sterk og ekki öll góð. Þó ég se´Pro Sex er ég ekki hlintur anarkíi heldur  því að umræðu um frelsið sé á vitrænum grunni, tekið sé tillit til tilfinninga unglinga og barna og rétti einstaklingsins til að hafa sín siðgæðisgildi. Þannig er ég á móti að erótísku efni sé flaggað hvar sem er og ég tek undir það sem Jóna segir um starfsumhverfi og réttindi þess fólks sem kýs að starfa í þessum iðnaði.  Frelsið í þessu sem öðru verður að takmarkast við rétt annarra til frelsis. Auk þess þrífst alls kyns óæskileg hegðun svo sem eiturneysla í þessum iðnaði. Varðandi sölu á eigin líkama þá á baráttan gegn því að snúast eingöngu um það að hjálpa þeim einstaklingum sem hafa lent á villigötum að leita betra lífs og snúast um börnin okkar að þeim sé sköpuð skilyrði til þess að "eiga val" og fræðslu um hættuna á að ánetjast kynlífsiðnaðinum og aðstoð við þá sem hafa ánetjast.

Jón Sigurgeirsson , 18.5.2007 kl. 11:59

6 identicon

Kanski lastu ekki svarið mitt Hulda... Svo ég endurtek líka...

Að sjálfsögðu viðurkenni ég að fólk verður fyrir ýmsum skilaboðum meðvituðum og ómeðvitum.

Þú hefur alltaf val, það eru alltaf önnur sjónarmið.  Það eru ekki allir sem sjá bara steríótípur og staðalímyndir sem betur fer. 

Mótaðist þú Hulda af almennum viðhorfum sem síuðust í gegn og hafðir ekkert val um það er það þess vegna sem við erum á sitthvorri skoðununni hér? 

Sigrún Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 18:25

7 identicon

Hvaða vandamál? Er það þessi ógurlega klámvæðing sem er vandamálið? ef svo er hvernig?

En hvernig getur Það að banna klám stuðlað að betri áhrifum á unglinga ég næ því samhengi ekki alveg.

Og stærstu áhrifavaldar unglinga eru að ég tel þeirra nánustu og vinir ekki sjónvarpið.  Eins og við ég held við höfum haft miklu meira áhrif á hvor aðra á sínum tíma í okkar uppreisnum gegn þjóðfélaginu , heldur en nokkurtímann sjónvarpið.

En síðan þroskast maður og ég get alveg skipt um skoðun ef ég sé að eitthvað sem ég taldi var rangt. 

Allavega ég er hérna að tala um þetta á opinberum vettvangi ef þú villt privat spjall, þá veistu númerið mitt...

-Sigrún- 

Sigrún Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pro-Sex
Pro-Sex
Við stöndum vörð um kynfrelsi, hvað með þig?

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband