Leita í fréttum mbl.is

Í dag

Það er að ánægjulegt að sjá hve margir eru að kíkja á þessa síðu í dag.

En ég held að ég gefi orðið frjálst í dag, þannig ef einhver er með spurningar varðandi Pro-Sex, vill lýsa sinni skoðun eða bjóða fram sína aðstoð, þá endilega gerið það hér. Við getum haft áhyggjur af þögninni sem umlykur kynlífsbransa umræðuna seinna og geymt þær umræður til betri tíma

Ég skal reyna að svara öllum spurningum og veita þær upplýsingar sem ég get.

 En endilega tölum saman.

 

Fyrir hönd Pro-Sex

Alma 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju heitið þið ekki pro-porn femínistar? Ég held nefnilega að flestir eða allir femínistar skilgreini sig sem pro-sex femínista óháð afstöðu þeirra til kláms. Með því að kalla ykkur pro-sex femínista er eins og þið séuð annað hvort að gefa í skyn að munurinn á ykkur og FÍ sé sá að þið séuð almennt fylgjandi kynlífi en ekki FÍ, nú eða að það sé ekki hægt að vera á móti klámi nema maður sé um leið á móti kynlífi yfir höfuð.

Hildur (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 12:21

2 Smámynd: Pro-Sex

Pro-Porn er líka skilgreint sem Pro-Sex, Sex positive eða Sexually liberal Feminismi. Á meðan Femís aðhyllist Anti-Porn eða Radical Feminsma þar sem Diana Russel er fremst í fararbroddi. Og reyndar notast Femís við skilgreiningu Diönu Russel á klámi.

Við erum jú á móti þeirri skilgreiningu sem Diana og Femís setja fram á klámi en erum ekki að halda því fram að einhver sé á móti kynlífi þó að stuðst sé við þá kenningu. En við erum á móti lagasteningum um kynlífshegðum fólks og leyfum okkur því að kenna okkur við þessa tegund feminsma, sem er frjálslyndari feminismi. 

Við ákváðum að kenna okkur frekar við Pro-Sex frekar en Pro-Porn þar sem sex-ið er aðeins víðara hugtak og við erum ekki bara að einblína á klámið.

En bara svona til gamans þá læt ég fylgja með skilgreiningu Wikipedia á Pro-sex og Anti-Porn feminisma og vona að þú berir skilning fyrir því að við viljum erum ekki að gefa það í skyn að Femís sé á móti kynlífi, þó við heitum Pro-Sex þá það er bara almenna nafnið á okkar stefnu.

http://en.wikipedia.org/wiki/Sex-positive_feminism 

http://en.wikipedia.org/wiki/Anti-pornography_movement 

Pro-Sex, 17.4.2007 kl. 13:10

3 identicon

Mér finnst þetta frábært framtak hjá ykkur!

Ég er einn af þeim sem er orðinn þreyttur á fáfróðum öfgum sem virðast þrífast vel hér hjá því miður of mörgum sem setja sig fram undir merkjum feminista. 

Ólafur (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 14:12

4 Smámynd: Helgi Kristinn Jakobsson

Þörf og góð umræða!!  Það er ótrúlegt að það skuli vera til fólk sem tengir fallegar myndir af fólki í ástarleikjum við glæpi og þrælasölu, þó vissulega sé hún til staðar þá er eitt alveg víst að við komum ekki í veg fyrir það með fordómun og öfgum!

Helgi Kristinn Jakobsson, 18.4.2007 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pro-Sex
Pro-Sex
Við stöndum vörð um kynfrelsi, hvað með þig?

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband