Leita í fréttum mbl.is

Klám

Ég vil nú byrja á því að segja að ég er eiginlega hrifnari af orði sem ég sá hjá Bloggvinkonu minni og nýustu hetju, Jónu Ingibjörgu. Það er orðið Kynferðislega opinskátt efni. En mér á nú samt alltaf eftir að þykja vænt um klámið mitt og fyrir þessa grein og samhengi þess á orðið klám betur við.

 Fyrir rosalega mörgum er orðið klám frekar neikvætt og í hugum sumra er það tengt bara mannvonsku í sinni verstu mynd. Ég er ekkert að fara að reyna að fegra heim kláms. Klámbransinn er ekkert heimur sem svífur um á bleiku skýi. En það er heldur ekki eini bransi í heimi sem nýri sér eymd fólks, hvenær hugsuðu þið síðast um hvað allir fallegu hlutirnir ykkar, fínu fötin og tölvu partarnir voru framleiddir? Ættum við að banna þessa muni eða berjast gegn þeim sem sækja í það að framleiða þá með það fyrir sjónum að reyna að græða sem mest á eymd annarra?

En það á líka jafnt við um framleiðendur kláms og almenna framleiðendur að í auknum mæli hefur orðin mikil hugarfarsbreyting í þessum málum, það eru fáir sem vilja hafa þann stimpil á sér að nýta eymd annarra. Reyndar með klámið eru það bara raunverulegir glæpamenn sem framleiða klám sem notast er við kynlífsþræla, á meðan stóru fyrirtækin er alveg sama um velferð sinna starfsmanna. Og auðvitað eigum við að berjast gegn glæpum af mikilli hörku, en eigum við að láta það bitna á framleiðendum sem gera sitt besta til að stuðla að öllu því góða sem þeir geta fært sínum starfsmönnum? Láta það bitna á fólki sem er að reyna að breyta til hins betra? Ég er ekki á því...

Auðvitað er ég á því að við sem samfélag eigum að taka höndum saman og berjast gegn slíkri mistokun á fólki, auðvitað er ég á móti kynlífsþrælkun, barnaþrælkun, mannsali og misnotkun á börnum. Ég trúi því bara ekki að réttasta leiðin sé að flokka alla framleiðendur undir sama hatt, sé ekki hvernig við erum að taka það úr höndum glæpamannana ef við flokkum alla, heiðarlega og óheiðarlega eins. Frekar vil ég gefa heiðarlega fólkinu sjéns á að stunda sína vinnu og þannig taka það úr höndum krimmana.

 

En svo er það hitt...

Mér finnst það afskaplega "sexist notion" að halda því fram að "klám er framleitt af körlum, fyrir karla". Þettað er svo röng alhæfing að ég verð bara að tjá mig aðeins um það.

Ég upplifi það oft að fólk (aðallega konur) sem heldur þessu fram er búið að einsetja sér það að klám sé ljótt og vont fyrirbæri, helst eitthvað sem heimurinn á að vera án. Eða að þettað sé eitt form af því hvernig nútíma karlmaðurinn niðurlægir kvennmenn. Það sýnir mér frammá þeirra vanþekkingu á klámi eða það  á bara að einblína á eitthvað sem þeim finnst vera vont.

Ég ætla ekki að þræta fyrir það að meirihluti klámefnis sé framleiddur fyrir karlmenn, en þeir eru líka meirihluti neytenda. En fólk virist ekki gera sér grein fyrir að uppúr 1970, þegar það var mikil bylting í klámi, stigu fram djarfar konur og komu með mótsvar kvenna í klámi, Feminist Porn eða kvenna klám. Það eru meira að segja til "Feminist Porn Award", og voru þau verðlaun afhent fyrst í Toronto á síðasta ári.

Reyndar er mikið af konum sem eru að framleiða og leikstýra klámi. Og konur eru mjög ráðandi í heimi klámsins. 

Við sem samfélag höfum vald til að velja og hafna. Og við fjöldann allan af fólki sem ég hef talað um klám við, virðast lang flestir skilja tilvistarrétt þess og finnst ekkert athugavert við klám. En því miður er sú umræða sem hefur verið í samfélaginu miðast við að klám sé "taboo" og held ég að það sé skýringin fyrir því að enginn hefur þorað að kommenta á þessa síðu. Það þarf að opna umræðuna um klám og kynlíf miklu meira. Það er ekkert til að skammast sín fyrir, hvorki það að hafa gaman af kynlífi eða það að horfa á kynferðislega opinskátt efni.

Ég hef velt því fyrir mér hvort ég sé besta manneskjan til að vera að opna þessa umræðu. Ég hef engan titil eða menntun og er ekki einusinni viss um að fólk muni taka mig alvarlega. En ég hef reynslu undir beltinu og sýn inní heim sem fáir hafa. Vinna mín sem strippari gefur mér eitthvað sem fáir hafa og engin þorir að tjá sig um.

Ég vona að fólk sjái sér fært að bera virðingu fyrir mér, mínum skoðunum og þeirri staðreynd að ég kem fram undir nafni til að segja mína sögu. Þó að ég sé ekkert að ætlast til þess að fólk sé sammála mér, þá vil ég bara gefa þeim sem eru það tækifæri til að sjá að þið eruð ekki ein í heiminum. 

Takk fyrir mig.

Alma


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pro-Sex

Já, takk fyrir spjallið og vonandi verða þau fleiri.

En hún er undarleg þessi þögn. Það er einsog að það sé soldið ljótt að stíga fram á sjónarsviðið og "verja" klámið. Ég bara spyr hvar eru allar konurnar sem glaðar borguðu fyrir það að ég afklæddist fyrir þær? Því ekki strippaði ég eingöngu fyrir karlmenn, þótt sumir vilja trúa því að stripp sé eingöngu fyrir þá.

En ég er búin að vera að leita uppi fólk sem virðist vera á sömu skoðun og þessa líka sniðugu stelpu Hafrún (Habba Kriss) heitir hún og er hún orðin bloggvinur Pro-Sex

En takk fyrir að skilja það svona vel hvað ég var að skrifa og meina, og setja það svona fínt fram.

En þessi þögn er vond og það er múrinn sem ég vil brjóta niður, því að mínu mati snýr hún ekki eingöngu að kláminu. Kynlífið er svo skammt undan og mér finnst það bara rangt að fólk líti hugsanlega svo á að ef það er ljótt að tala um klám þá hlýtur líka að vera ljótt að tala um athöfnina.

Kannski efni í annan pistil það... 

Þinn stuðningur er mjög mikils metin Jóna Ingibjörg mín og þakka þér kærlega fyrir falleg orð í minn garð.

Alma 

Pro-Sex, 16.4.2007 kl. 23:15

2 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Klám og erótík. Í daglegri umræðu er þessu ruglað saman. Kynlíf er undirstaða lífsins. Desmond Morris sagði í Nakta apanum að konan væri þeim einstaka eiginleika gædd að geta notið kynlífs utan "fengitíma". Hann sagði líka að þessi eiginleiki væri til þess að halda pari saman og væri svona einstakur vegna langs þroskatíma barna.

Hann notar orðið tvenndarmyndun en venjulegt fólk kallar ást sem breytist í sambandi úr þeim tilfinningu sem draga fólk saman í upphafi  í dýpri væntumþykju langtíma sambands.

Orðið klám hefur  neikvæða merkingu. Er m.a. notað fyrir illa unnið verk.

Í mínum huga er klámið í neikvæðri merkingu aðallega í huga þess sem horfir. Sumt er ógeðslegt í flestra augum og jafnvel skaðlegt.

 Það sem taldist ógeðslegt á Viktorýu tímanum telst eðlilegt nú og steinaldarmenn á Pabúa Nýju Guiniu telja eðlilegt að hlaupa um naktir og sumir þjóðflokka Amason Indiána telja eðliegt að stunda kynlíf fyrir allra augum.

Erótík og reykingar hafa það sammerkt í mínum huga að það á að vernda fólk fyrir því sem ekki vill neita. Þetta á sérstaklega við ungt fólk. Þó það efni sem telst erótík fyrir fullorðnu fólki er oft klám fyrir yngra fólki af því að það dregur upp skakka mynd af ástinni og kynlífinu og stöðu kynjanna.

 Ég vona bara að menn haldi áfram hér eftir sem hingað til stunda kylíf og fullorðið fólk hafi aðgang að ýmsum hjálpartækjum ástarlífsins til að auka tilbreytingu og jafnvel af nauðsyn en ekki sé særð bligðunarkennd ungmenna og barist sé gegn illri meðferð á fólki og öðrum skuggahliðum þessa iðnaðar og fyrir alla muni að kynlíf sé rætt af skynsemi.

Og að sjálfsögðu gildir í kynlífinu sem annars staðar virðing fyrir sjálfsákvörðunarrétti einstaklingsins.

Jón Sigurgeirsson , 21.4.2007 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pro-Sex
Pro-Sex
Við stöndum vörð um kynfrelsi, hvað með þig?

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband