Leita í fréttum mbl.is

Til að forðast allan misskilning.

Feministahreyfingin Pro-sex er stofnuð til að berjast fyrir jafnrétti, kvennréttindum og mannréttindum. Við viljum ítreka að þó við styðjum kynlífstengdan iðnað, berjumst við gegn þrælkun, mannsali og allri misnotkun á börnum  

Við erum með örlitlar áhyggjur af því að vera aðeins misskilin til að byrja með. Ætlum við að reyna að koma í veg fyrir ákveðinn misskilning strax.

Pro-Sex er ekki ætlað sem áróður gegn Feminista félagi Íslands (Femís), þvert á móti viljum við að þessi tvö félög geti unnið saman á þeim sviðum sem eru með sameiginleg málefni. Þegar upp er staðið vilja báðar hreyfingarnar kenna sig við Feminisma en munurinn felst í viðhorfum til kynlífstengds iðnaðar.

Vissulega erum við á allt annarri skoðun með þau mál en þau í Femís en við vonum að þeir ágreiningar muni ekki standa í vegi fyrir samstarfi á sameiginlegum sviðum. Reyndar trúum við að slíkt samstarf muni gera bæði félög öflugari í baráttunni fyrir jöfnuði og kvennréttindum.

 Við viljum líka að það sé gerður greinamunur á þessum mismunandi stefnum innan feminisma, því það eru til svo margar mismunandi stefnum innan feminisma. 

Við erum á móti takmörkun á kynferðislegri hegðun og frelsi fólks.  En það þýðir ekki að við styðjum mannsal eða kynlífsþrælkun. Við trúum því að það sé of hár kostnaður að gefa upp part af okkar frelsi til að ráðstafa okkar eigin líkama til þess eins að berjast gegn glæpum. Við viljum stuðla að aðgerðum sem miða beint gegn slíkum glæpum, þ.e. kynlífsþrælkun, mannsali og þess háttar starfsemi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æðislegt framtak.    Ef það er einhver sem getur sett fram sjónarmið mitt á milli öfgana, sem fólk gætur almennt sæst á, þá er það fólk með reynslu eins og þú.    Ef ég ætti eina ósk þá mundi ég óska þér alls hins besta í þessu góða framtaki þínu.

Nonni Nilla (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 11:55

2 identicon

Ég er búin að vera að fylgjast með klám umræðunni frá báðum sjónarhornum og mér finnst eins og mikill misskilningur sé hér á ferðinni. 

Til að byrja með hef ég ekki séð eða heyrt neitt sem bendir til þess að meðlimir FÍ séu að beita sér fyrir að takmarka kynferðislega hegðun og frelsi fólks. Mér finnst þau ítrekað búin að vera að reyna að koma til skila að þegar þau ræða um klám séu þau ekki að ræða um kynlíf eða kynferðisleg opinskátt efni heldur ofbeldi sem gefur sig út fyrir að vera kynlíf. Með ofbeldi hef ég skilið það sem að þau meini óvelkomin og óumbeðin líkamsmeiðing og niðurlæging og að fólk sé látið gera hluti gegn vilja sínum.

Ég hef persónulega ekki séð þannig klám enda hef ég engan áhuga á því en ég veit að það er aðgengilegt t.d. á netinu.

Ég get einhvernveginn ekki trúað að það sé nokkur maður að tala um að banna kynferðislega opinskátt efni eða hefta kynhegðun fólks.  Ég fór fyrir forvitnis sakir á klámkvöld karlahóps FÍ og mér heyrðist umræðan þar snúa frekar að aukinni kynfræðslu og auknu kynfrelsi kvenna og baráttu gegn ofbeldi.  

Ég held að meirihluti manna sé á móti ofbeldi og að aðal ástæða misskilnings hópa á milli sé misjöfn túlkun orða.  Sumir segja klám og meina myndað kynferðislegt ofbeldi og aðrir segja klám og meina myndað kynlíf með fullri samþykkt.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 14:06

3 Smámynd: Pro-Sex

Hrafnhildur: Það má vel vera að þú hafir rétt fyrir þér. En það sem ég er að tala um er þessi skilgreining Femís á klámi og alhæfingar. Það er þá bæði skilgreining Díönu Russel og svo skilgreining Sóleyar í Silfri Egils.

Skilgreining Díönu:

"Klám er efni sem sýnir kynlíf og/eða afhjúpuð kynfæri í tengslum við misnotkun og niðurlægingu þannig að slík hegðun sé studd, látin óátalin eða jafnvel hvatt til hennar. "

Skilgreining Sóleyar:

"Klám er kynferðislegt ofbeldi"

Og svo ákvað ég að kíkja á stefnuskrá Femís og þar stendur skýrt

"Að vinna gegn hverskonar birtingarmyndum kynjamisréttis. Þar má nefna klámvæðinguna, ágengar, lítilsvirðandi auglýsingar, ofbeldi, mansal og vændi."

Þannig ég get ekki betur en skilið að Femís líti svo á að vændi er form af kynjamisrétti, flokkað með ofbeldi og mansali. Og þeim finnst klám vera myndað vændi. Ég get ekki skilið það betur en að klám og vændi sé eitthvað sem feministum ber skylda að berjast gegn. Og það lít ég á sem ákveðna árás á kynfrelsi, þ.e. að það eigi að takmarka fólk í sinni kynlífshegðun og frelsi.

Ef það er bara vitleysa hjá mér skal ég glöð ganga í lið með þeim og berjast fyrir því að konur hafi þann rétt að sofa hjá gegn greiðsu, sama í hvaða formi það er. 

En mér skilst að þær vilji fara í aðgerðir gegn klámi og vændi til að sporna gegn mansali, kynlífsþrælkun og barnamisnotkun. Þegar við viljum fara í  beinar aðgerðir gegn glæpunum sjálfum og leyfa þeim sem vilja að vera í vændi og klámi, því það er jú þeirra réttur sem fullorðnir aðilar að samþykja að taka þátt í kynlífsathöfnum á sínum eigin forsendum.

En ef ég er að misskilja eitthvað vil ég að mér sé bent á það, en svona er minn skilningur á þessum málum... 

Pro-Sex, 17.4.2007 kl. 16:38

4 Smámynd: Pro-Sex

Það er hita mál fyrir mér að fólk hafi þann rétt að ráðstafa sínu kynlífi einsog því finnst best, en aðal punkturinn virðist alltaf koma niðrá því hvort fólk hafi rétt á því ef peningar séu komir inní spilið. Það mótmælir því enginn að fólk megi gera það sem það vilji í svefnherberginu sínu (enda væri það bara fáránlegt). 

En samt má skipta sér af hvað fólk gerir í svefnherbergjum (eða öðrum herberjum) ef peningar eru komnir í málið. Ég get ekki séð hvað það ætti að skipta máli ef í hlut eiga aðillar sem eru samþykir því sem fer fram. Og sama hvort það sé þá myndað eða ekki.

En það er líka bara mín persónulega skoðun. 

Pro-Sex, 17.4.2007 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pro-Sex
Pro-Sex
Við stöndum vörð um kynfrelsi, hvað með þig?

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband