Færsluflokkur: Dægurmál
6.4.2007 | 13:03
Pro-Sex hreyfingin orðin að veruleika!
Jæja gott fólk, nú boðum við mikið fagnaðarefni
Pro-Sex hreyfingin er orðin að veruleika. Við erum komin með kennitölu og bankareikning og erum á fullu að undirbúa fyrir fyrsta fund, upplýsingar um hann verða birtar síðar.
Þannig við hvetjum alla til að fylgjast með og endilega mæta á fysta opna fundinn þegar hann verður haldinn.
Við leyfum okkur að kalla okkur Feminista, enda ætlum við að berjast fyrir jafnrétti og erum á því að konan er ennþá undir. En það sem skilur okkur frá Feministafélagi Íslands (Femís) er að við erum með öllu ósammála þeirra viðhorfi til kynlífsiðnaðarins.
Við styðjum frelsi einstaklingsins til að ráða yfir sínum eigin líkama og teljum það beinlínis rangt að ríkið eigi að banna athafnir sem fara fram á milli tveggja eða fleiri fullorðna aðila sem veita sitt samþyki fyrir því sem fer fram þeirra á milli.
Við vitum að það er mikið af fólki sömu skoðunar og við en hingað til höfum við verið hljóðláti meirihlutinn, en nú höfum við rödd og nafn, Pro-Sex!
Við getum byrjað að taka við félagsgjöldum frá áhugasömum. ársgjaldið eru litlar 2000 kr og munda það greiðast inná reikning 0303-26-4103 og er kennitalan 410307-2000 og biðjum við viðkomandi að senda kvittum með tölvupósti á Pro-Sex@simnet.is. En ég vil hvetja fólk til að lesa reglur félagsins áðuren það skráir sig, þær munu vera birtar neðar. Einnig ef þú telur þig geta hjálpað okkur á einn eða annan hátt endilega hafðu samband. Einnig munum við svara öllum fyrirspurnum sem berast á veffangið.
Takk fyrir.
Stjórn Pro-Sex
Reglur Feministahreyfingarinnar Pro-Sex.
1.gr.
Félagið heitir Feministahreyfingin Pro-Sex.
2. gr.
Heimili félagsins og varnarþing er í Njálsgötu 87.
3. gr
Tilgangur félagsins er að berjast fyrir kvennréttindum, kynfrelsi og mannréttindum.
4. gr.
Tilgangi sínum hyggst félagið ná með Skrifum á netinu, fyrirlestrum og öðru sem við vemur baráttumálum.
5. gr.
Stofnfélagar eru:
Alma
Sigrún
Halldór Fannar
6.gr.
Grundvallar skilyrði fyrir inngöngu eru að styðja málefnið.
Stjórnin áskilur sér rétt til að hafna umsóknum um inngöngu í félagið telji hún að viðkomandi umsækjandi tali eða starfi gegn málefnum félagsins á öðrum sviðum.
7. gr.
Stjórn félagsins skal skipuð 3 félagsmönnum þ.e. formanni og 2 meðstjórnendum. Stjórnarmenn skulu kosnir til 1 árs í senn en formaður skal kosinn á hverjum aðalfundi.
Formaður boðar stjórnarmenn á stjórnarfundi þegar þurfa þykir.
Daglega umsjón félagsins annast Alma.
Firmaritun félagsins er í höndum: allrar stjórnar sameiginlega.
Stjórnin áskilur sér rétt að fjölga stjórnameðlimum á fyrsta starfsári með fyrirfram boðuðum stjórnarmótunar fundi.
Eftir fyrsta starfsár fylgir þessi aðgerð aðalfundi. Þegar þessi breyting er gerð skal það vera framkvæmt með kosningu gildra félagsmeðlima.
Gild kosning telst 60% þáttaka í landshlutum sem hreyfingin er virk.
8. gr.
Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Á aðalfundi félagsins skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur í aðalfundi.
9. gr.
Árgjald félagsins er 2000 kr og skal það innheimt við inngöngu. Þar á eftir í aðdraganda hvers komandi ársfundar.
10. gr.
Rekstrarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins skal varið í að halda uppi húsnæði, vefsíðu, fyrirlestrar, forvarnastarf og að taka að sér málefni einstaklinga sem falla undir okkar baráttumál.
11. gr.
Ákvörðun um slit félags verður tekin á aðalfundi með einföldum meirihluta og renna eignir þess til Barnaspítala Hringsinns.
Markmið áhugamannafélaga er ekki að afla félagsmönnum eigna og samrýmist það því ekki tilgangi slíks félags að ráðstöfun eigna við slit þess sé til félagsmanna sjálfra.
12.gr
Stjórnin áskilur sér rétt til að reka á brott félagsmeðlim, telji hún viðkomandi hafa talað eða starfað gegn málefnum félagsins. Síðast greiddu félagsgjöld skulu með þessu endurgreidd, þ.e. 2000kr.
Á sömu forsendum áskilur stjórn sér rétt til að hafna aðildarumsókn um inngöngu í félagið.
Dægurmál | Breytt 15.4.2007 kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Tenglar
Áhugavert Efni
Allskonnar áhugavert Pro-Sex efni
- Rannsóknir úr mörgum áttum Allt Pro-Porn rannsóknir
- Rannsóknir úr mörgum áttum Allt Pro-Porn rannsóknir
- Susie Bright bloggar Blogg frá einni af upphafskonu Pro-Sex
- Annie Sprinkle Skemmtileg lesning