Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Fyrsti opinberi fundur Pro-Sex!

Nú er dagsetning, stund og staður komið á hreint fyrir fyrsta fund Pro-Sex.

3.Júní  kl 16:00 á Classic Rock Sportbar í Ármúla.

Ef einhver er með spurningar er tilvalið að pósta þeim hér eða senda þær til okkar á pro-sex@simnet.is

Takk fyrir

Pro-Sex 


Dulin skilaboð

Þar sem mikið hefur verið talað um meðvituð og ómeðvituð skilaboð allstaðar í kringum okkur, hve skaðleg þessi "klámvæðing" sé fyrir börnin okkar, en fólk vill ekki stoppa í smástund og velta fyrir sér hverskonar skilaboð við erum að senda til stelpna í dag.

Ég átti það til í æsku að vera allt öðruvísi en allar aðrar stelpur sem ég þekki (og er það kannski enn í dag), en ég að ákveðnu leiti hafnaði mínu hlutverki sem stelpa. Reyndar sem barn átti ég fleiri stráka vini en stelpur, fannst skemmtilegra að leika mér með stráka dót og fannst reyndar strákar einhvernvegin hafa meira frelsi. En það breytti aldrei því að ég var stolt af því að vera stelpa og varð mjög snemma vör um kvennlega eiginleika og hve mikill styrkur það getur verið. En þegar ég var komin á þann aldur að kynlíf og klám var eitthvað sem ég vildi vita um gat ég alltaf treyst á hreinskilni strákana frekar en stelpnanna.

Mjög ung gat ég treyst á besta vin minn til að útskýra typpi fyrir mér en gat sjálf enga útskýringu gefið á mínum pörtum. En það var ekki fyrr en 16 ára sem ég átti í fyrsta sinn samræður við vinkonu mína um sjálfsfróun. Það var hún sem spurði mig fyrst hvort ég hefði prufað og það fyrsta sem mér datt í hug var að ljúga og svara neitandi...

Það truflaði mig aldrei á gelgjunni þessi ákveðna sektarkennd sem ég bar með mér fyrir það eitt að upplifa sjálfa mig sem kynveru, ekki fyrr en ég var komin í framhaldsskóla og fann sjálfa mig í þeirri aðstæðu að útaf þessari skömm gat ég ekki notið kynlífs. Mér fannst æðislegt að veita strákunum sem ég elskaði og var með kynferðislegan unað en mér fannst það óþægileg þessi pressa að ég þyrfti líka að fá fullnægingu. Ég upplifði það soldið að það var ekki "mitt hlutverk" að koma líka.

Ég hef spáð í því í mörg ár afhverju mér leið svona, að ég var skítug ef ég snerti sjálfa mig eða hugsaði dónalega, að skammast mín fyrir að vilja stunda kynlíf og hafa áhuga á kynlífi og að finna fyrir sektarkennd þegar ég svo fékk fullnægingu. Og lengi vel hélt ég að ég hefði verið ein um þetta en hef komist að í gegnum tíðina að svo mikið meira af nútíma konum hafa upplifað nákvæmlega það sama, en hver er orsökin?

Ég er auðvitað ekki með neitt til að bakka upp þessa heimatilbúnu theoríu nema mín ár í að velta þessu fyrir mér og þau samtöl sem ég hef sjálf átt við hinar ýmsu stelpur og konur sem hafa verið reiðubúnar til að ræða þessi mál við mig.

En já, ég vil meina að þettað er þróun sem hefst þegar við erum bara pínu pons og endurspeglar kannski aðeins óréttlæti (að mér finnst) gagnvart stelpum strax. 

Þegar ég var lítið skildi ég ekki afhverju strákar máttu vera berir að ofan en ekki stelpur, ég skildi ekki muninn, því eigum við ekki að vera eins og hafa rétt á því sama?? Og svo fannst mér alltaf ákveðinn munur á hvernig mamma mín sagði við mig og bróður minn  "vertu nú still/ur og þæg/ur" fannst einsog hann ætti bara að haga sér á meðan ég átti að vera stillt, þæg og hegða mér dömulega. Ég skildi ekki afhverju ég var skömmuð fyrir að klóra mér í náranum á meðan bróðir minn fékk frjást að klóra sér í pungnum. En það sem ég skildi minnst var afhverju bróðir minn fékk smokk frá pabba þegar hann var c.a. 17, en þegar ég var á sama aldri var mér sagt að ekki fara á fast fyrr en ég væri orðin 25 ára.

Mér fannst ég aldrei vera síðri en bróðir minn en alltaf situr í mér þessi ákveðna mismunum sem var einfaldlega útaf kyni. Og ekki misskilja mig, foreldrar mínir eru yndisleg og hafa reynt að skapa okkur systkynunum jöfn tækifæri í lífinu, ég er bara að horfa á þessa hluti sem koma við kyni og kynferði af eigin heimilli.

Það er þessi ákveðna pressa sem kemur strax á okkur stelpurnar að vera dömulegar, kvennlegar og gera það sem góðum kvennmanni sæmir. Vissulega hefur mikið af þessu breyst en ekki þegar það kemur að viðhorfum ungra kvenna til kynlífs.

Við konur erum þær sem halda hvað mest uppi druslu stimlun á okkar eigin kynsystum. Það eru aðallega konur sem líta niðrá konur í kynlífsbransanum. Og stundum upplifi ég það að konur líti svo á að aðrar konur, sem eru kynverur og óhræddar við að sýna það sama hvort það kemur fram í örum skiptum um bólfélaga eða vinnu í kynlífsbransa, séu að vinna gegn öllum konum. En ég segi fyrir mitt leyti að ef það væri ekki fyrir það óeigingjarna starf sem þessar konur hafa sinnt væri ég sennilegast enn ósátt við mín hlutskipti í lífinu, að vera kona sem er ófær um að njóta kynlífs vegna duldra skilaboða í samfélaginu, að ég hafi ekki rétt á að vera kynvera því þannig haga "góðar" stelpur sér ekki. 

Ég vildi alltaf vera góð stelpa þó svo ég væri agalega uppreisnargjörn. Á endanum fann ég aðeins tvo valkosti, ég gat verið góð stelpa og ekki tala eða hugsa um kynlíf eða verið vond stelpa og sætt mig við að ég er bara ég og að ég er kynvera. Smátt og smátt fór ég í hrikalegustu uppreisn gegn foreldrum mínum og samfélaginu í heild sinni. Fyrst ég var ekki einsog allar góðar stelpur þá gat ég alveg eins verið vonda stelpan. Ég fór útí strippdans á hátindi uppreisnar minnar gegn kynbundu hlutverki mínu. Ég var orðin fullorðin (í mínum augum), ég var orðin kona og kynvera með meiru og heimurinn mátti bara vara sig á mér. Ekki ætlaði ég að fara taka tilliti til samfélags sem nánast bannar mér að vera sú kynvera sem ég er.

Og vissulega hef ég sært mikið af mínum nánustu með þessum uppreinsargjörnu uppátækjum mínum, og þar helst elsku mömmu mína. En í gegnum þettað allt saman, sama hvort þið trúið því eða ekki, fann ég sjálfa mig. Ég hef kannski aðra sýn en margir á kynlífi og hugsanlega klámi en ég trúi því bara einlægt að eina leiðin til að stuðla að ábyrgri hegðun í kynlífi er að opna umræðuna alveg og ekkert skilið eftir. Ég trúi því af einlægni að með því að fara fram á bann á klámi, baráttan við "klámvæðinguna" og fleira sem ákveðin hópur fólks (aðallega konur) vill gera sendi ungum stelpum í dag sömu skilaboð og ég fékk sem barn, bara miklu sterkari. Bara vondar stelpur hafa gaman að kynlífi. Sumum finnst það kannski útí hött en ég trúi því bara að klám (og kynferðislega opinskátt efni) hjálpi báðum kynjum að finna sitt hlutverk í kynlífi. Og ég trúi því að ef ég ætla að stíga fram og vinna fyrir Pro-Sex, opna þessa umræðu og já, verja klám verði ég að tala um hluti sem aldrei hefur verið talað um áður opinberlega. 

En það þarf fleiri en bara mig og Pro-Sex til að koma skilaboðunum áleiðis. Hættum að fela okkur fyrir sjálfum okkur og samfélaginu og segið ykkar skoðun. Því svo langt sem ég veit eru miklu fleiri sem horfa á klám en raunverulega viðurkenna það. Tökum þessa skömm í burtu sem því fylgir að vera kynvera og breytum samfélaginu saman.

Alma


Hver er þessi klámvæðing?

Ég heyri og les oft að fólk vilji berjast gegn klámvæðingunni? Hvað er það sem þau vilja berjast gegn?  Vilja þau meina fólki eins og snowgathering að koma til landsind? Væntanlegum viðskiptavinum sem engin lög hafa brotið? Fólki sem vinnur við að framleiða löglegt klám í sínu heimalandi.  Ef svo er áfram með klámvæðinguna!  Mín skoðun er að ef klámframleiðslan sé löleg að þá er enginn neyddur út í klámiðnaðinn fólk getur fengið vel borgað fyrir vinnuna og verið öruggur frá sjúkdómum.   Og við hin getum keypt klámið okkar vitandi að við erum ekki að fremja glæp eða fjármagna þá. Eða er verið að berjast gegn hórum og strippurum?  Mér finnst kvennréttindi/jafnréttindi líka snúast um að einstaklingur hafi vald yfir eigin líkama og megi stunda kynlíf og afklæðast fyrir greiðslu ef hann vill. Ég vil að hórur hafi réttindi, stéttarfélag og eigi lífeyrisjóð eins og venjulegt fólk.  Mér finnst "sænska leiðin" út í hött ef hóran má vinna við þetta en neytandinn ekki versla, þá getur kúnninn farið fram á lægra verð og komið verr fram, því hann er jú að brjóta lögin en ekki hóran.  Eins og raunin er í Svíþjóð eru hórurnar ekki sáttar við þessa löggjöf. Og svo kynsystur mínar í strippinu  ég vil berjast fyrir að þær hafi réttindi og það sé ekki alltaf verið að hafa af þeim pening.  Staðreyndi er að það er markaður fyrir kynlífstengdan iðnað og eftirspurn, af hverju að gera þetta ólölegt? 

Og enn verra ég hef lesið í sömu setningu "við viljum berjast gegn klámi, þrælkun, mannsali, barnaklámi og kynlífsþrælkun" Hverjum dettur í hug að setja klám (kynferðislega örvandi efni, sem flestir eiga eða hafa aðgang að) undir sama hatt og þessir óhugnalegu glæpir og hræðilegu mannréttindarbrot? Er ekki í lagi? 

 En ég var að velta klámvæðingunni fyrir mér og hver hún væri?  Er óvinurinn þá kanski líka kynlífið í auglýsingunum? Sæti rassinn í Lu-kex auglýsingunum eða dansandi Foodtaxi gellan og allar hinar auglýsingarnar sem nota kynlíf til að selja?  Eða meint barnaklámstjarnan í Smáralindarblaðinu?  Og hvað með öll tónlistarmyndböndin? Staðreyndin er kynlíf selur!

Svo ég vellti því fyrir mér af hverju vinstri grænir segja ekki bara við ætlum að berjast gegn klámi.  Af hverju að blanda einhverri væðingu inn í þetta, og gera málið eitthvað tvírætt!

Ég og við í pro-sex ætlum að berjast fyrir klámi og réttindum hóra og strippara.  

-Sigrún- 

 


Höfundur

Pro-Sex
Pro-Sex
Við stöndum vörð um kynfrelsi, hvað með þig?

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband